Þann 31. ágúst 2023 heldur Félag um skjalastjórn ráðstefnu um þróun og stöðu upplýsinga.
Með vaxandi vitund um mikilvægi upplýsinga í viðskiptum og þjónustu er markviss stjórnun þeirra orðin lykilþáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana.
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er stjórnkerfi upplýsinga (e. Information Governance), hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og hvaða skref við getum tekið í okkar starfsemi.
Fyrirlesarar ráðstefnunnar búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á sviði upplýsingastjórnunar og munu þau nálgast efnið á ólíkan og fróðlegan hátt.
„Stjórnkerfi upplýsinga“ (Information Governance), hvers vegna, hvernig tengist þetta, hver er ávinningurinn?
Ávinningar af skilvirkri stjórnun upplýsinga fyrir atvinnulífið
Stafrænt Ísland – Með ríkið í vasanum
Stjórnun upplýsinga, reynslusögur: Landsnet
„Mig vantar kúst og fæjó“ – Gagnaflóð Reykjavíkurborgar
Í upphafi skildi endinn skoða - Breytingastjórnun, mannlegi þátturinn